Já, ég er kominn heim á ný. Við fórum út eldsnemma seinasta fimmtudag um klukkan 5 að morgni. Pabbi og Ásrún skutluðu okkur suður og spennan var gífurleg. Börnin voru spennt en samt ótrúlega dugleg. Vélin lagði svo af stað frá flugstöðinni og Alexander og Dísa voru límd við gluggann. Alexander talaði og talaði mest allt flugið og fylgdist vel með flöppsum (Steini þú leiðréttir eftir þörfum) og vöppsum og hreyflum og hreiflum og hvað eina.
Matthías var talsvert pirraður greyjið til að byrja með er sofnaði svo fljótlega og svaf alla leiðina.
Þegar á Kastrup var komið fórum við beina leið að brautarstöðinni við flugvöllinn og tókum lest niður til Odense. Við vorum með 5 stórar töskur, fartölvu og ýmsan handfarangur. Þar rákumst við á mann sem heitir Torkill og hann sýndi okkur hvar við ættum að fara og þess háttar. Var stoð og stytta alla leið til Odense. Torkill þessi var að koma frá Íslandi og hafði ekið um 4500 km um landið. Hann var að selja bændum þessa lands fóðurvörur og fleira. Fínn karl.
Við komum til Odense um fjögur leytið seinnipartinn og tókum leigubíl eftir miklar pælingar með Torkill um hvað væri hagkvæmast að gera. Fengum stóran leigubíl með honum fórum við til Birkelunddalen. Leigubílsstjórinn var flottur dani og ekki frá því að hann hafi fengið sér eitthvað af flotbrauði (ísl. þýð. bjór) í gegnum tíðina. Hann benti okkur á kirkjurnar á leiðinn og tvö klaustur. Sagan gjörsamlega draup af byggingunum.
Í Birkelunddalen beið okkar heill gámur og svo fulltrúar frá HD Ejendomme. Einnig tóku þarna á móti okkur tvær indælar íslenskar fjölskyldur með kaffi og með því en þó ekki flotbrauð, það kom síðar.
framhald síðar í kvöld.
Matthías var talsvert pirraður greyjið til að byrja með er sofnaði svo fljótlega og svaf alla leiðina.
Þegar á Kastrup var komið fórum við beina leið að brautarstöðinni við flugvöllinn og tókum lest niður til Odense. Við vorum með 5 stórar töskur, fartölvu og ýmsan handfarangur. Þar rákumst við á mann sem heitir Torkill og hann sýndi okkur hvar við ættum að fara og þess háttar. Var stoð og stytta alla leið til Odense. Torkill þessi var að koma frá Íslandi og hafði ekið um 4500 km um landið. Hann var að selja bændum þessa lands fóðurvörur og fleira. Fínn karl.
Við komum til Odense um fjögur leytið seinnipartinn og tókum leigubíl eftir miklar pælingar með Torkill um hvað væri hagkvæmast að gera. Fengum stóran leigubíl með honum fórum við til Birkelunddalen. Leigubílsstjórinn var flottur dani og ekki frá því að hann hafi fengið sér eitthvað af flotbrauði (ísl. þýð. bjór) í gegnum tíðina. Hann benti okkur á kirkjurnar á leiðinn og tvö klaustur. Sagan gjörsamlega draup af byggingunum.
Í Birkelunddalen beið okkar heill gámur og svo fulltrúar frá HD Ejendomme. Einnig tóku þarna á móti okkur tvær indælar íslenskar fjölskyldur með kaffi og með því en þó ekki flotbrauð, það kom síðar.
framhald síðar í kvöld.
Ummæli